spot_img
HomeFréttirIgor Tratnik til liðs við Tindastól

Igor Tratnik til liðs við Tindastól

Igor Tratnik hefur fengið sig lausan frá Val og skrifað undir samning hjá Tindastól en þetta kemur fram á feykir.is nú í dag.  Igor Tratnik hefur verið lykilmaður Vals í vetur og í þeim þrettán leikjum sem hann hefur spilað með þeim í vetur hefur hann skorað 15 stig og tekið 10 fráköst að meðaltali á leik.
Tindastóll mun samkvæmt Feykir.is senda Myles Luttman heim og er Igor því ætlað að leysa hans hlutverk.   
 
 
Fréttir
- Auglýsing -