spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaIgor Maric semur aftur við Keflavík

Igor Maric semur aftur við Keflavík

Keflavík hefur á nýjan leik samið við Igor Maric um að leika með liðinu í Subway deild karla.

Igor kom til Keflavíkur frá ÍR fyrir síðasta tímabil, en á því skilaði hann 12 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Igor var kampakátur samkvæmt fréttatilkynningu þegar samningur var undirritaður en honum hefur liðið afar vel hér í Keflavík. “Ég er í skýjunum í dag, mér og fjölskyldu minni hefur verið ofboðslega vel tekið frá því að við komum hingað og þetta er í raun bara draumur að rætast. Hér viljum við vera og ég get ekki beðið að taka nýjum áskorunum og gera mitt í að halda Keflavík í toppbaráttunni.”

Pétur, nýráðinn þjálfari var einnig mjög sáttur að halda Igor sem hann telur vera mikilvægt púsl í þá uppbyggingu sem hafin er. “Það sér það hver maður hversu öflugur Igor er bæði sem leikmaður og sem manneskja. Hann virðist smella inn í samfélagið, er hokinn af reynslu og mun án efa reynast liðinu vel. Nú er bara að halda áfram að púsla nýju liði saman og mæta klárir í baráttuna í lok sumars.”

Fréttir
- Auglýsing -