spot_img
HomeFréttirIgor Maric í Breiðholtið

Igor Maric í Breiðholtið

ÍR hefur samkvæmt tilkynningu samið við Igor Maric um að leika með liðinu í Subway deild karla.

Igor er 196 cm króatískur skotbakvörður sem kemur til liðsins frá Furnir í heimalandinu, en þar skilaði hann 13 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik. Áður hefur hann leikið með öðrum liðum í Króatíu, Slóvakíu, Slóveníu og Tékklandi.

Fréttir
- Auglýsing -