spot_img
HomeFréttirIgor kominn á klakann

Igor kominn á klakann

23:25 

{mosimage}

 

 

Serbneski miðherjinn Igor Beljanski kom til landsins seinni part dagsins í dag og hélt rakleiðis á sína fyrstu æfingu með Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði að Beljanski hefði verið hress og ánægður með að vera loksins kominn til Íslands og hann hlakki til að takast á við verkefni vetrarins.

 

Igor Beljanski verður löglegur með Njarðvíkingum þann 4. nóvember nk. og leikur sinn fyrsta leik gegn Snæfell í Stykkishólmi eða á sínum gamla heimavelli þann 5. nóvember.

 

Njarðvíkingar leika þrjá leiki áður en Igor verður löglegur, gegn Hamri annað kvöld, Tindastóli og svo Grindvíkingum.

 

Mynd: www.umfn.is/karfan

Fréttir
- Auglýsing -