spot_img
HomeFréttirIgor Beljanski til Grindavíkur sem leikmaður og þjálfari

Igor Beljanski til Grindavíkur sem leikmaður og þjálfari

19:28

{mosimage}

Igor Beljanski og Páll Kristinsson verða báðir í gulu í vetur 

Grindvíkingar hafa samið við Igor Beljanski um að leika með karlaliði félagsins næsta vetur auk þess að þjálfa kvennaliðið. Igor sem kom til liðs við Njarðvík í vetur og lék 16 leiki með þeim í deild og skoraði 10,9 stig að meðaltali í leik og tók 6,4 fráköst. Hann lék einnig alla 11 leiki Njarðvíkur í úrslitakeppninni og vann þar til silfurverðlauna. Auk þess var hann með liðinu í Evrópukeppninni sem og báðum bikarkeppnum. Árið áður lék hann með Snæfell. Þjálfarastarfið er frumraun hans sem þjálfara meistaraflokks en í vetur þjálfaði hann 14-16 ára dengi og stúlkur í Njarðvík.

Karfan.is náði tali af Igor þar sem hann var á fullu í heimilisstörfunum og spurðum fyrst hvernig honum litist á að fara til Grindavíkur.

Ég er mjög spenntur að fara til Grindavíkur og vera hluti af einu besta félagi Íslandssögunnar. Ég er líka mjög spenntur að ganga til liðs við félag með mikinn metnað og hlakka til að gera svolítið sem ég gerði ekki síðasta tímabil og það er að vinna að minnsta kosti annan stóra bikarinn.Ég mun gera mitt besta til að vera mikilvægur hlekkur í liðinu og hlakka til að leika undir stjórn eins besta þjálfara á Íslandi. Ég ber mikla virðingu fyrir honum eftir að hann kom liðinu á gott skrið eftir að hafa misst stóran leikmann síðasta vetur og þeir ollu okkur miklum erfiðleikum í undanúrslitunum. 

Þá spurðum við hann hvernig honum litist á að fara að þjálfa í Iceland Express deild kvenna.

Ég hlakka til að takast á við þjálfarastarfið sem er nýtt fyrir mig. Ég er viss um að ég get miðlað þekkingu minni sem leikmaður til að aðstoða ungt og efnilegt lið við að vinna titla og er það mitt markið fyrir næst tímabil. 

Og þar með var Igor rokinn í bleyjuskipti. 

Þá er einnig sagt frá því á heimasíðu Grindvíkinga að þeir séu í samningaviðræðum við Jonathan Griffin sem lék með liðinu í vetur. 

[email protected]

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -