spot_img
HomeFréttirÍG sigurvegari í 2. deild eftir spennuslag

ÍG sigurvegari í 2. deild eftir spennuslag

ÍG er sigurvegari í 2. deild karla þetta tímabilið en liðið hafði áðan nauman 92-89 sigur á Álftanes í úrslitaviðureign deildarinnar. Lengi vel leit allt út fyrir að Álftnesingar væru með pálmann í höndunum eftir stórleik Kjartans Atla Kjartanssonar en ÍG-menn létu ekki deigan síga og í raun stálu þeir sigrinum á lokasprettinum. Fjörugur úrslitaleikur en bæði lið munu leika í 1. deild karla á næsta tímabili.
 
 
Í fyrsta sinn eru Álftnesingar komnir upp í 1. deild karla en ÍG þekkir það að leika í 1. deild af eldri reynslu. Talandi um reynslu þá voru nokkur kunnugleg andlit sem létu til sín taka í leiknum. Kjartan Atli Kjartansson fyrrum leikmaður Stjörnunnar fór fyrir Álftnesingum í dag með 38 stig og þar af 32 stig í síðari hálfleik! Páll Kristinsson Njarðvíkingur var mættur í ÍG-búninginn sem og Keflvíkingurinn Almar Guðbrandsson og fleiri sem körfuhundar ættu að kannast við.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -