Í Röstinn í Grindavík mættust í undanúrslitum annarra deildar ÍG og Reynir Sandgerði, um mikinn Suðurnesjaslag var að ræða og það mátti sjá á dómurum leiksins, einn albesti dómari landsins Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak dæmdu viðureignina.
En það byrjaði ekki vel hjá heimamönnum en Haraldur sem er einvaldur, þjálfari og leikmaður liðsins fékk botlangakast fyrr um daginn þannig að ÍG menn þurftu að sjá um sig sjálfir.
Áhorfendur voru um 50-60 talsins.
Jafnræði var með liðunum fram að hálfleik, staðan í hálfleik var 36-31 ÍG Í vil, en í þriðja leikhluta skildu leiðir og ÍG menn náðu góðri forrystu og héldu henni allt til loka.
Lokatölur voru 83-71
ÍG unnu sé inn rétt til að spila í fyrstu deild að ári, og munu mæta HK eða ÍA í hreinum úrslitaleik sem sker úr um hver verði sigurvegar í 2. deild karla árið 2011.
Mynd/ Liðsmenn ÍG voru að vonum sáttir með sigur á grönnum sínum úr Sandgerði.