Keppni í Iceland Express deild kvenna hófst í gærkvöldi. Fjölnir lagði Keflavík og Njarðvík hafði betur gegn Haukum og Snæfell vann Val á útivelli, fyrir umferðina í gær hefðu líkast til flestir spáð öðrum niðurstöðum. Í Vesturbænum vann KR svo Hamar með 13 stiga mun eftir frækilega baráttu Hamarskvenna sem þó dugði ekki til.
Úrslit fyrstu umferðar:
Fjölnir 79-72 Keflavík
Valur 70-79 Snæfell
Haukar 60-81 Njarðvík
KR 73-60 Hamar
Bandaríkjamennirnir Lele Hardy, Njarðvík, og Britney Jones, Fjölnir, voru stigahæstar eftir umferðina en báðar gerðu þær 33 stig. Hildur Sigurðardóttir var næst í röðinni með 24 stig fyrir Snæfell.
Britney Jones tók einnig toppsætið í flestum stoðsendingum en í sigri Fjölnis á Keflavík í gær gaf hún 7 slíkar. Hamarsjaxlinn Hannah Tuomi tók flest fráköst í fyrstu umferðinni eða 18 stykki en Lele Hardy var með hæsta framlag umferðarinnar, 37 stig.
Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Hauka og Shanae Baker voru fingralengstar í fyrstu umferð, stálu báðar 6 boltum og Hope Elam nýji erlendi leikmaður Hauka var með flest varin skot eða 3 talsins.
Næsta umferð, 18.-19. október:
18. október kl. 19:15
Snæfell-Haukar
19. október kl. 19:15
Fjölnir-Valur
Njarðvík-KR
Keflavík-Hamar
Mynd/ [email protected] – Britney Jones gerði 33 stig í liði Hamars í gær.