Tveimur umferðum er nú lokið í Iceland Express deild karla þar sem Ungmennafélag Njarðvíkur heldur toppsætinu. Grænir hafa unnið tvo gríðarlega þýðingarmikla leiki í byrjun tímabils gegn Haukum og Val og hefur ungt lið Njarðvíkinga vakið verðskuldaða athygli.
ÍR misfórst að verja heimavöllinn í fyrsta heimaleik tímabilsins þegar nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn unnu sinn fyrsta útisigur í efstu deild síðan 19. október 2003, sjá grein Óskars Ófeigs Jónssonar um málið.
Grindvíkingar fengu veglegt liðsframlag í Dalhúsum og unnu þægilegan sigur á Fjölni, Keflavík kláraði Tindastól í fyrri hálfleik, Njarðvík rassskellti Hauka nokkuð óvænt og Snæfell pakkaði Íslands- og bikarmeisturum KR saman í fjarveru Edward Lee Horton sem er með brákað rifbein. Þá vann Stjarnan þægilegan sigur á Val en nýliðarnir af Hlíðarenda voru ekki nægilega grimmir í leiknum en hefðu nokkrum sinnum getað gert spennandi hluti í leiknum.
Úrslit annarar umferðar:
ÍR 92-101 Þór Þorlákshöfn
Fjölnir 76-95 Grindavík
Keflavík 87-78 Tindastóll
Njarðvík 107-91 Haukar
Snæfell 116-100 KR
Stjarnan 96-78 Valur
Tölfræðileiðtogar eftir tvær umferðir:
Stigahæstu leikmenn (meðaltal)
Brandon Cotton – Snæfell – 35,5
Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 34,0
James Bartolotta – ÍR – 27,5
Stoðsendingahæstu leikmenn (meðaltal)
Giordan Watson – Grindavík – 7,0
Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir – 7,0
Calvin O´Neal – Fjölnir – 6,5
Frákastahæstu leikmenn (meðaltal)
Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 16,0
Mike Ringgold – Þór Þorlákshöfn – 14,5
Jarryd Cole – Keflavík – 14,5
Framlagshæstu leikmenn (meðaltal)
Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 34,0
Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 31,5
Cameron Echols – Njarðvík – 30,5
Stolnir boltar (meðaltal)
Travis Holmes – Njarðvík – 4,0
Jovanni Shuler – Haukar – 3,5
Justin Shouse – Stjarnan – 3,5
Varin skot (meðaltal)
Darnell Hugee – Valur – 2,0
Trey Hampton – Tindastóll – 1,5
Þröstur Leó Jóhannsson – Tindastóll – 1,5
Jón Ólafur Jónsson – Snæfell – 1,5
Trausti Eiríksson – Fjölnir – 1,5
James Bartolotta – ÍR – 1,5
Þriðja umferð:
20. Október:
19.15: Tindastóll-Fjölnir
19.15: Valur-Keflavík
19.15: Grindavík-ÍR
21. Október:
19.15: Haukar-Stjarnan
19.15: KR-Njarðvík
19.15: Þór Þorlákshöfn-Snæfell
Mynd/ [email protected]– Mike Ringgold leikmaður Þórs í Þorlákshöfn sækir að körfu ÍR í annarri umferð þegar liðin mættust í Seljaskóla.