Ingunn Embla Kristínardóttir leikmaður kvennaliðs Keflavíkur var dæmd í tveggja leikja bann fyrir spark í Gunnhildi Gunnarsdóttir í bikarleik liðanna á laugardag sl. “Þetta var í hita leiksin og auðvitað iðrast ég gjörða minna. Ég var tilbúin að taka refsingu fyrir þetta að sjálfsögðu en mér finnst þessi dómur ansi harður ef miðað er við aðra dóma sem hafa fallið” sagði Ingunn Embla í snörpu viðtali við Karfan.is
Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um einmitt þennan dóm og svo dóm sem féll þegar Ragna Margrét Brynjarsdóttir fékk áminningu fyrir, að mörgum þykir sambærilegt brot.
Ingunn Embla sendi frá sér yfirlýsingu sem hægt er að lesa hér að neðan:
Vegna atviksins sem átti sér stað í leik Keflavíkur gegn Snæfell vill ég hér með biðjast afsökunar á óíþróttamannslegri hegðun minni. Ég sé innilega eftir þessu broti og vill ég enn og aftur biðja Gunnhildi Gunnarsdóttur afsökunar ásamt liðsmönnum hennar. Ég mun taka út þá refsingu sem mér hefur verið gefin og læra af þessu atviki.
MBK
Ingunn Embla Kristínardóttir



