spot_img
HomeFréttirIE karla: Snæfell á toppinn

IE karla: Snæfell á toppinn

23:21 

{mosimage}

Snæfellingar eru komnir á topp Iceland Express deildar karla eftir sigur á Grindavík í Röstinni í kvöld. Lokatölur leiksins voru 68-75 Snæfellingum í vil. Hlynur Bæringsson landaði tvennu í liði gestanna með 15 stig og 10 fráköst en hann gaf einnig 5 stoðsendingar í leiknum. Hjá Grindvíkingum gerði Þorleifur Ólafsson 23 stig en Páll Axel Vilbergsson hafði hægt um sig með 2 stig. 

ÍR fagnaði sínum þriðja sigri í deildinni er þeir lögðu Hauka 103-90 í Seljaskóla. Með sigrinum skutust ÍR-ingar upp í 7. sæti deildarinnar og þar með upp fyrir Hauka sem eru í 8. sæti. Hreggviður Magnússon (26 stig) og Fannar Helgason (24 stig, 12 fráköst) fóru fyrir ÍR en hjá Haukum var Roni Leimu með 23 stig og Sævar Haraldsson gerði 21 stig. 

Mynd: www.vf.is / Þorgils Jónsson: Hlynur í baráttunni í Grindavík í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -