12:15
{mosimage}
Grindvíkingum er spáð fjórða sætinu en liðið hefur verið með þeim sterkustu undanfarin ár. Igor Beljanski verður þjálfari liðsins ásamt því að spila með karlaliðinu og verður erfitt fyrir hann að sinna báðum hlutverkum. Því mun hans þáttur vega mikið í árangri liðsins í ár.
Ásamt því að vera með nýjan þjálfara hefur liðið fengið Joanna Skippa og Tiffany Roberson. Einn besti leikmaður íslenska körfuboltans undanfarin ár Hildur Sigurðardóttir hefur yfirgefið liðið og farið í KR.
Liðið átti erfitt uppdráttar í undanúrslitum Powerade-bikarsins en hæðin í liðinu er ekki mikil og því mun mæða mikið á liðinu að standa sig í fráköstum.
Igor svaraði nokkrum spurningum Karfan.is.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Ég er ekki viss þar sem við höfum ekki spilað marga leiki en Grindavík er með margar efnilegar og hæfileikaríkar stelpur sem eiga eftir að standa sig vel í vetur.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Það er mikið af efnilegum leikmönnum í liðinu.
Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?
Við erum með tvo erlenda leikmenn. Joanna Skibba frá Póllandi og Tiffani Roberson frá Bandaríkjunum.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Ég kom frekar seint þannig að ég hef ekki verið lengi með liðinu. Sandra var að vinna með stelpurnar og ég er ánægður að sjá formið hjá þeim.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs? Ég myndi vilja sjá lið mitt vera öflugt varnarlið og yfirvegað í sókninni. Ég vil vera þekktur sem þjálfari sem leggur mikla áherslu á varnarleik og vinnur leiki á henni.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið? Ég væri að ljúga ef ég segði ekki að liðið vilji vinna bikara. Það verður erfitt.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur? Ég er ekki viss.
Hvaða lið vinnur deildina? Keflavík og Haukar eru með mjög sterk lið en eins og ég sagði þá viljum við vinna bikara.
Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?
Bæði karla og kvennadeildirnar eru að þróast í rétta átt og ég deildin styrkist með hverju árinu og sé mjög bjarta framtíð fyrir deildina.
Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og það er í vetur?
Já.
Komnir:
Joanna Skibba
Tiffani Roberson
Farnir:
Hildur Sigurðardóttir
Erna Rún Magnúsdóttir
Tamara Bowie
Leikmannalisti:
Alma Rut Garðarsdóttir
Ingibjörg Jakobsdóttir
Íris Sverrisdóttir
Lilja Ósk Sigmarsdóttir
Jovana Lilja Stefánsdóttir
Berglnd Anna Magnúsdóttir
Petrúnella Skúladóttir
Ólöf Helga Pálsdóttir
Helga Hallgrímsdóttir
Harpa Hallgrímsdóttir
Jenný Ósk Óskarsdóttir
Joanna Skippa
Tiffany Roberson
mynd: vf.is