19:27
{mosimage}
Að lokum 1. sæti og nú er aðeins eitt lið eftir svo það er ljóst að það fellur í skaut Keflavíkur.
Það er ekkert nýtt fyrir Keflavík að vera í toppbaráttunni í kvennaboltanum, liðið hefur unnið marga titla undanfarna áratugi en aðeins staðið í skugganum af Haukum undir það síðasta. Breyting hefur orðið á liði Keflavíkur, þær hafa misst þrjá mikilvæga leikmenn en fengið m.a. fyrirliða Hauka. Í Keflavíkurliðinu er þrátt fyrir þessar breytingar mikil reynsla og stúlkur sem hafa leikið marga landsleiki með öllum aldursflokkum.
Þjálfarinn er líka reynslunni ríkari auk þess sem ein reynslumesta og sigursælasta kona í körfuboltasögu Íslands, Anna María Sveinsdóttir er honum til aðstoðar.Þá vann liðið Poweraedbikarinn á dögunum, sigruðu Hauka í úrslitunum.
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari liðsins svaraði spurningum karfan.is
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Ég læt aðra dæma um það, ég er með mjög gott lið og marga leikmenn sem koma til með að gera góða hluti í vetur.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Ég visa í svarið hér að undan. Það eru margir sem að koma til með gera góða hluti í vetur. Ég ráðlegg fólki bara að fylgjast með liðinu í vetur. Það verður ekki svikið af því.
Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?
Við erum með sama leikmanninn og í fyrra, hún heitir Takesha D. Watson er frá Bandaríkjunum
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Undirbúningur hjá liðinu var ekki góður, ég var með mikið af stelpum í landsliðsprógrami. Landsliðsprógramið var langt og strangt og ég sá lítið af leikmönnunum mínum.
Ég fékk stelpurnar hinsvegar til mín 15. sept. og við fórum í 6 daga ferð til Króatíu þann 19. sept. Það gerði helling fyrir okkur. Þannig að hlutirnir eru komnir í réttan farveg núna.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Ég fer alltaf í alla leiki til að vinna. Þannig að markmiðið er skýrt.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Ef ég á að skjóta á eitthvað lið þá er það KR.
Hvaða lið vinnur deildina?
Liðið sem vinnur flesta leiki ;-)
Keflavík
Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?
8 liða deild + úrslitakeppni.
Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og það er í vetur?
Ég hef ekki prófað þetta fyrirkomulag þannig að ég get ekki sagt um það.
Komnar
Pálína Gunnlaugsdóttir og Lóa Dís Másdóttir
Farnar
María Ben Erlingsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Svava Stefánsdóttir
Leikmannalisti
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir
Harpa Guðjónsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Marín Karlsdóttir
Hrönn Þorgrímsdóttir
Rannveig Randversdóttir
Kesha Watson
Pálína María Gunnlaugsdóttir
Ástrós Skúladóttir
Halldóra Andrésdóttir
Margrét Kara Sturludóttir
Lóa Dís Másdóttir
Stefanía Bergmann
Mynd: www.vf.is/Þorgils