spot_img
HomeFréttirIE deild karla: Snæfell upp að hlið KR

IE deild karla: Snæfell upp að hlið KR

7:00

{mosimage}

Einn leikur fór fram í IcelandExpress deild karla í gærkvöldi þegar Snæfellingar sigruðu Tindastól á heimavelli 108-85. Sigurður Þorvaldsson fór á kostum fyrir heimamenn og skoraði 37 stig sem er persónulegt met hjá kappanum í leik í Úrvalsdeild. Hjá Tindastólsmönnum var Steve Parillon stigahæstur með 18 stig.

 

Með sigrinum komst Snæfell upp á hlið KR á toppi deildarinnar

Á heimasíðu Snæfells er hægt að lesa umsögn um leikinn http://www.snaefellsport.is/?q=node/593

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -