12:30
{mosimage}
Nemanja Sovic
9. sætið og það lið sem rétt missir af úrslitakeppninni verður Fjölnir samkvæmt spá okkar.
Litlar breytingar hafa orðið á Fjölnisliðinu í sumar, þeir hafa skipt út bandarískum leikmanni fyrir samlanda hans en hafa þó misst tvo unga Fjölnisstráka, þá Hörð Axel Vilhjálmsson og Árna Ragnarsson. Á móti hafa þeir bætt við sig Evrópumanni og fengið landsliðsmanninn Kristin Jónasson frá Haukum.
Það hefur þó ekki gengið þrautarlaust fyrir sig fyrir Fjölnismenn að finna bandarískan leikmann fyrir veturinn og sá sem þeir voru búnir að semja við varð að snúa heim vegna veikinda fyrir stuttu. Fjölnismenn eru því nýkomnir með nýjan leikmann sem á eftir að komast inn í hlutina.
{mosimage}
Níels Páll Dungal
En í Fjölni eru margir ungir strákar sem hafa unnið marga titla í yngri flokkunum og ef þeir ná að færa það hugarfar yfir á meistaraflokkinn þá getur allt gerst.
Fjölnismenn tóku þátt í Valsmóti þar sem þeir unnu tvo leiki og töpuðu tveim, í Reykjavíkurmóti urðu þeir í þriðja sæti og fjórða sæti á Greifamóti.
En hér koma svo spurningar okkar og svör Bárði Eyþórssyni þjálfara Fjölnis.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óavart í vetur?
Þeir leikmenn sem eiga eftir að koma mest á óvart í Fjölnisliðinu í vetur eru Tryggvi Pálsson og Þorsteinn Sverrisson.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Níels Dungal, Magnús Pálsson, Kristinn Jónasson, Helgi Þorláksson, Hjalti Vilhjálmsson og einnig Tryggvi og Þorsteinn
Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?
Karlton Mims bandarískur, Drago Pavlovic og Nemanja Sovic báðir Serbar
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Alveg þokkalegur.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Reynum að spila agaðan leik.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Að gera betur en síðasta tímabil.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Það er mjög erfitt að segja, hef ekki séð öll liðin og maður veit ekki hvernig sum liðin koma mönnuð.
Hvaða lið vinnur deildina?
Þau lið sem eru líklegust miðað við mannskap eru k.r, Snæfell, Njarðvík, Grindavík og Keflavík
Komnir
Sindri Kárason, Kristinn Jónasson, Drago Pavlovic og Karlton Mims
Farnir
Árni Ragnarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson og Kareem Johnson
Leikmannalisti:
Hjalti Vilhjálmsson
Níels Páll Dungal
Þorsteinn Sverrisson
Nemanja Sovic
Helgi Hrafn Þorláksson
Sverrir Kári Karlsson
Árni Þór Jónsson
Tryggvi Pálsson
Magnús Pálsson
Haukur Pálsson
Arnþór Freyr Guðmundsson
Kristinn Jónasson
Valur Sigurðsson
Drago Pavlovic
Karlton Mims
Sindri Kárason
Myndir: www.karfan.is



