13:30
{mosimage}
Í 8. sæti lendir Hamar sem hafa slitið samstarfinu við Selfoss og leika nú alla sína leiki í Hveragerði. 8. sætið er ekki ókunnugt Hamarsmönnum en þeir hafa fjórum sinnum lent í því sæti á þeim átta árum sem þeir hafa verið í deildinni.
Hamarsmenn ættu að njóta þess í vetur að leikmannahópur þeirra er lítið breyttur. Þeir halda báðum erlendu leikmönnum sínum og bæta í raun einum við. Þá er sami kjarninn af íslensku leikmönnum og verið hefur með liðinu. Svavar Pálsson er þó meiddur og óvíst að hann verði með fyrr en eftir áramót.
Hamarsmenn hafa einnig fengið innlendan liðsstyrk bæði unga leikmenn af suðurlandi og Viðar Hafsteinsson sem leikið hefur með U20 ára landsliði Íslands og með Hetti í efstu deild.
{mosimage}
Geoerg Byrd
Þá tóku Hamarsmenn þátt í Valsmóti þar sem þeir töpuðu öllum leikjum sínum.
En hér koma svo spurningar okkar og svör Péturs Ingvarssonar þjálfara Hamars.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Raed Mostafa
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Öllum
Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?
Raed Mostafa Þýskaland, George Byrd USA, Bojan Bojovic Serbía
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Já
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Agaður sóknar og varnar leikur
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Fækka töpuðum boltum og bæta vítanýtingu
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
ÍR
Hvaða lið vinnur deildina?
Keflavík
Komnir
Raed Mostafa, Viðar Hafsteinsson, Snorri Þorvaldsson, Svavar Pálmarsson, Bjarni Lárusson og Máté Dalmay
Farnir
Eldur Ólafsson, Atli Gunnarsson, Bragi Bjarnason, Jón Þorkell Jónasson og Páll Helgason
Leikmannalisti:
Marvin Valdimarsson
Lárus Jónsson
Svavar Pálsson
Hallgrímur Brynjólfsson
Viðar Hafsteinsson
Friðrik Hreinsson
George Byrd
Bojan Bojovic
Raed Mostafa
Frosti Sigurðsson
Tryggvi Úlfsson
Bjarni Lárusson
Snorri Þorvaldsson
Máté Dalmay
Svavar Pálmarsson
Emil Þorvaldsson
Myndir: [email protected]



