spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 6. sæti - Skallagrímur

IE deild karla: 6. sæti – Skallagrímur

9:30

{mosimage}

Þá er kominn tími til að halda áfram með spá okkar á karfan.is, í dag munum við birta sex efstu liðin samkvæmt okkar spá.

 

Í sjötta sæti verður Skallagrímur ef allt gengur upp.  

Nokkur breyting hefur orðið á Skallagrímsliðinu, nýr þjálfari og makedónska tvíeykið sem hefur leikið með liðinu undanfarin ár er horfið og nýjir Evrópubúar komnir í staðinn. Það verður líka forvitnilegt að sjá hvað Ken Webb hinn nýji þjálfari liðsins hefur fram að færa. 

En þó breytingar hafi orðið á liðinu með hvarfi Makedónanna eru í liðinu menn sem léku til úrslita gegn Njarðvík fyrir einu og hálfu ári og þyrstir í meira. Þá er einnig ágætt fyrir liðið að vita að hverju það gengur með Darrell Flake, bandaríska leikmann sinn. 

{mosimage}

Darrell Flake  

Liðið tók þátt í Valsmóti með misjöfnum árangri en fór til Akureyrar og sigraði í Greifamótinu. Að auki hefur liðið leikið tvo æfingaleiki við Snæfell sem báðir hafa tapast. 

En hér koma svo spurningar okkar og svör Ken Webbs þjálfara Skallagríms.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Milojica Zekovic er leikmaður sem vert er að fylgjast með og á eftir að gefa liðinu mikið í vetur.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Axel,Pálmi og Hafþór  eiga allir eftir að spila stórt hlutverk fyrir okkur í vetur og vonandi eiga þeir allir eftir að bæta sig undir minn stjórn.

Er liðið með erlendan leikmann? Darrell Flake Bandaríkin, Allan Fall Frakklandi og Milojica Zekovic Svartfjallaland

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Mjög ánægður með þá vinnu sem strákarnir eru búnir að leggja á sig á að undanförnu. Það má sjá breytingu á liðinu með hverri viku sem líður, menn eru enn að komast inní nýja hluti og allt tekur þetta sinn tíma. En reikna með því að eftir jól verðum við komnir þangað sem ég vill hafa liðið og fólk vonandi farið að sjá góðan körfubolta en þangað til gæti þetta orðið barningur.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Ég er frekar gamaldags og tel að sóknarleikur vinni leiki en vörn og fráköst vinni titla. Ég vill að liðið mitt leggi sig fram í vörn og spili agaðan sóknarleik, láti boltan ganga, en fyrst og fremst er að allir séu saman í þessu og leiki sem lið. 

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Til að byrja með verður markmiðið okkar að hafa góðan möguleika á því að spila um meistaratitilinn í lok leiktíðar og vinna síðan útfrá því þegar að því kemur.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Þór Akureyri er lið sem fólk ætti að fylgjast vel með í vetur með fínan hóp af hæfileikaríkum leikmönnum sem leggja sig alltaf fram.  Hafa þeir einnig engu að tapa í vetur sem gæti hjálpað þeim.

Hvaða lið vinnur deildina?
Ég tel að deildin sé nokkuð jöfn trúlega 5-6 lið sem eiga eftir að hafa möguleika á því að vinna þetta þegar upp verður staðið en ef ég þarf að nefna einhver lið myndi ég segja að KR og Snæfell væru sterkustu kandídatarnir eins og staðan er í dag. 

Komnir
Áskell Jónsson, Milojica Zekovic og Allan Fall

Farnir
Dimitar Karadzovaki, Jovan Zravevski, Adolf Hannesson og Sveinn Blöndal

Leikmannalisti:

Axel Kárason

Óðinn Guðmundsson

Áskell Jónsson

Pálmi Þór Sævarsson

Allan Fall

Hafþór Ingi Gunnarsson

Pétur Már Sigurðsson

Sigurður Þórarinsson

Hákon G. Þorvaldsson

Ómar Ö. Helgason

Milojica Zekovic

Darrell Flake

 

[email protected]

 

Mynd af Skallagrím: www.thorsport.is

Mynd af Darrell Flake: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -