11:30
{mosimage}
Fjórða sætið endar í höndum Stykkishólmsbúa í Snæfelli.
Smá breytingar hafa orðið á liðinu sem er spurning hvernig leggjast í þá. Helgi Reynir Guðmundsson farinn í frí og Magni Hafsteinsson frá að minnsta kosti fram að áramótum. En Hólmarar hafa fengið til sín tvo evrópska leikmenn. Einn sem þeir þekkja sjálfir og annan sem Geof Kotila þjálfari liðsins þekkir frá veru sinni í Danmörku. Nú er Geof líka að hefja sitt annað ár á Íslandi og þekkir aðstæður betur en í fyrra og það er ljóst að þar fer metnaðarfullur þjálfari.
Liðið hefur sterka íslenska pósta eins og Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorsteinsson og svo veit maður aldrei hverju maður á von á þegar Jón Ólafur Jónsson er annars vegar. Í liði Snæfells eru einnig ungir leikmenn sem fengu sínar mínútur í fyrra og ættu aðeins að vera hungraðari í vetur.
{mosimage}
(Helgi Magnússon að láta Hlyn Bæringsson finna fyrir því í Powerade)
Liðið hefur leikið ágætlega nú í haust, léku til úrslita á Greifamóti, unnið Skallagrím tvisvar í æfingaleikjum og sigruðu svo í Poweradebikarnum á dögunum.
En hér koma svo spurningar okkar og svör Geof Kotila þjálfara Snæfells.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Ég held að það sé ekki spurning að Atli Rafn Hreinsson á eftir að koma á óvart í vetur
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Hlyn Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, svo er ekki spurning um að Jón Ólafur Jónsson er „jókerinn“ okkar.
Er liðið með erlendan leikmann?
Andreas Katholm danskur, Justin Shoues bandarískur og Slobodan Subasic serbneskur.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Þetta hefur verið ágætt undirbúningstímabil hjá okkur, við höfum ekki leikið vel ennþá, en hver gerir það á þessum árstíma? Við höfum í sama lið og í fyrra og það hjálpar mikið.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Ég vona að við látum boltann vinna fyrir liðið og sterkir varnarlega
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Að komast í undanúrslit er okkar markmið, einnig að enda í einu af fjórum efstu sætunum í deildarkeppninni.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Skallagrímur.
Hvaða lið vinnur deildina?
KR.
Komnir
Anders Katholm og Slobodan Subasic
Farnir
Helgi Reynir Guðmundsson og Ingvaldur Magni Hafsteinsson
Leikmannalisti:
Hlynur Bæringsson
Jón Ólafur Jónsson
Bjarne Nielsen
Kristján Andrésson
Atli Rafn Hreinsson
Gunnlaugur Smárason
Árni Ásgeirsson
Sigurður Þorvaldsson
Justin Shouse
Anders Katholm
Guðni Valentínusson
Daníel Ali Kazmi
Slobodan Subasic
Sveinn A. Davíðsson
Myndir af Snæfelli: [email protected]
Mynd af Hlyn Bæringssyni: www.vf.is