12:30
{mosimage}
Jonathan Griffin
Í þriðja sæti verður Grindavík.
Í Grindavík er alltaf sama krafan, menn vilja titla en því miður hefur það ekki gengið alltaf eins og menn vilja. Liðið er ávallt sterkt en stundum virðist vanta sigurhefðina og miðað við hvernig liðið hefur spilað í haust er það til alls líklegt þetta tímabilið.
{mosimage}
Páll Axel Vilbergsson
Sáralitlar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum, aðeins hefur verið bætt við mönnum með mikla reynslu. Fyrir eru í liðinu eru Íslendingar með gríðarlega reynslu ásamt tveimur hæfileikaríkum erlendum leikmönnum sem léku með þeim í fyrra.
Eins og fyrr segir hefur liðið leiki mjög vel í haust, urðu Reykjanesmeistarar, fóru til Belgíu í æfingaferð og hafa verið að gera það gott í öðrum æfingaleikjum.
En hér koma svo spurningar okkar og svör Friðriks Ragnarssonar þjálfara Grindavíkur.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Ólafur Ólafsson og Davíð Hermansson
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Páli Axel Vilbergssyni, Páli Kristinssyni og Þorleifi Ólafssyni. Þetta eru reynslumestu menn okkar. Fyrrverandi og núverndi landsliðsmenn.
Er liðið með erlendan leikmann?
Adama Darboe danskur landsliðsmaður, Igor Beljanski Serbi og Jonathan Griffin bandarískur
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Við höfum spilað nokkuð vel á undirbúningstímabilinu og til að mynda aðeins tapað einum leik.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Hraði og góðir skotmenn
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Að vera í toppbaráttunni.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Þór Akureyri.
Hvaða lið vinnur deildina?
Grindavík.
Komnir
Igor Beljanski og Hjörtur Harðarson
Farnir
Sigurður Sigurbjörnsson
Leikmannalisti:
Sigurður Friðrik Gunnarsson
Hjörtur Harðarsson
Igor Beljanskji
Björn Steinar Brynjólfsson
Páll Kristinsson
Davíð Hermansson
Páll Axel Vilbergsson
Jóhann Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Þorleifur Ólafsson
Jonathan Griffin
Adama Darboe
Ármann Vilbergsson
Myndir: www.vf.is