spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 1. sæti - KR

IE deild karla: 1. sæti – KR

14:00

{mosimage}

Og þá er það toppsætið, eflaust kemur það fáum á óvart að KR sé spá toppsætinu. Liðið er núverandi Íslandsmeistari og hefur styrkt sig fyrir veturinn og til alls líklegt.

 

 

Karfan.is heldur áfram á morgun með kynningar en þá birtum við spá okkar fyrir 1. deild karla og kynningar á liðunum.

 

Nú reynir á KR inga því það er ljóst að miklar væntingar eru gerðar til þeirra. Liðið stóð sig frábærlega utan vallar sem innan í fyrravor og fólk vill meira á nýju parketi í DHL höllinni. Liðið hefur skipt út öllum þremur erlendu leikmönnum sínum og fengið þrjá nýja í staðinn, tveir eru Íslendingum kunnugir en nokkuð bras hefur verið fyrir KR að finna leikstjórnanda. Þeir fengu leikmann frá fyrrum Júgóslavíu sem stóð sig ekki sem skildi og nú erum þeir með ungan Litháa á láni frá stórliði L.Rytas. Einnig hefur liðið fengið Helga Magnússon og er það mikill fengur fyrir liðið.

 

Þjálfarateymi KR er ekki heldur af verri gerðinni, Benedikt Guðmundsson og Finnur Stefánsson voru við stýrið í fyrra og hafa nú fengið Ágúst Björgvinsson til viðbótar en Ágúst hefur verið ákaflega sigursæll með kvennalið Hauka undanfarin ár.

 

{mosimage}

(Joshua Helm að kljást við Hreggvið Magnússon í meistaraleiknum) 


Aðrir leikmenn KR eru heldur engir aukvisar, þetta eru mennirnir sem unnu titlinn í fyrra og vilja meira og er þá átt við gamla hunda sem unga og efnilega drengi.

 

KR hefur tekið þátt í fjölmörgum æfingamótum. Stóðu sig þokkalega í Valsmóti, unnu tvo af þrjá í Reykjanesmóti þar sem þeir léku sem gestir. Urðu í þriðja sæti á Greifamóti og unnu Reykjavíkurmótið. Þá tapaði liðið í úrslitaleik Poweradebikarsins en vann Meistarakeppnina.

En hér koma svo spurningar okkar og svör Benedikts Guðmundssonar þjálfara KR. 

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Kannski enginn sem á eftir að koma á óvart í vetur en ég er á því að Brynjar Björnsson á eftir að koma nokkrum sóknarmönnum á óvart með góðum varnarleik

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Öllum

Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?

Já, Joshua Helm frá Bandaríkjunum, Jovan Zdravevski frá Makedóníu og Ernestas Ezirskis frá Litháen.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Þokkalegur þannig. Fengum ekki langan tíma með allan hópinn saman.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Varnarleikurinn verður grunnur liðsins í vetur.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Að endurtaka leikinn frá því síðasta vetur og bæta við Bikarnum.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Mér finnst Hamar vera með sterkasta hóp sem þeir hafa verið með lengi og gætu endað ofar í vetur en áður. Þá held ég að Þór frá Akureyri gæti gert nokkurn usla í vetur.

Hvaða lið vinnur deildina?

Við erum staðráðnir að taka hana aftur.

Komnir:

Joshua Helm, Jovan Zdravevski, Ernestas Ezirskis, Helgi Magnússon og Eldur Ólafsson

Farnir:

Steinar Kaldal, Edmond Azemi, JJ Sola, Tyson Patterson, Bjarki Oddsson, Hafþór Björnsson og Eyþór Magnússon 

Leikmannalisti:

Brynjar Björnsson

Fannar Ólafsson

Skarphéðinn Ingason

Snorri Páll Sigurðsson

Pálmi Sigurgeirsson

Jovan Zdravevski

Helgi Magnússon

Ernestas Ezirskis

Joshua Helm

Darri Hilmarsson

Ellert Arnarson

Eldur Ólafsson

Páll Fannar Helgason

 

[email protected]

 

Myndir: www.karfan.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -