spot_img
HomeFréttirIðnaðartroð: Samsæriskenningin um Cavaliers

Iðnaðartroð: Samsæriskenningin um Cavaliers

 Níundi þátturinn af Iðnaðartroði er kominn í loftið og í þetta skiptið kom Óli V. Ævarsson í heimsókn, körfuboltagæðingur og sjálfskipaður gjaldkeri aðdáendaklúbbs Orlando Magic á Íslandi.  Umræðuefni þáttarins er nýliðaárgangurinn sem allir bjuggust svo miklu ef, Thunder í basli, Cleveland og samsæriskenningin og síðast en ekki síst hugmyndir að nýju keppnisfyrirkomulagi í NBA deildinni.  Sem fyrr þá hvetjum við sem flesta til þess að taka þátt í umræðunni á twitter og nota kassamerkið #iðnaðartroð.  
10. þátturinn og jafnframt jólaþátturinn þetta árið verður helgaður Íslenskum körfubolta og þyggjum við hugmyndir að góðum umræðupunktum.  Áætlað er að þátturinn komi í loftið yfir hátíðarnar.  
Við biðjumst velvirðingar á mistökum í þættinum þar sem truflanir eru á upptökunni á 44. mínútu en það endist aðeins í ca. 10 sekúndur.  

 

  
 
Fréttir
- Auglýsing -