spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaIðnaðarsigur Íslandsmeistara Hauka í N1 höllinni

Iðnaðarsigur Íslandsmeistara Hauka í N1 höllinni

Íslandsmeistarar Hauka höfðu betur gegn Val í N1 höllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 90-97.

Haukar eftir leikinn í 1.-4. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Grindavík, KR og Njarðvík á meðan Valur er í 5. sætinu með 20 stig.

Lengst af í leik kvöldsins höfðu Haukar góð tök á leiknum. Eftir fyrsta fjórðung leiddu þær með 11 stigum og því forskoti héldu þær svo allt til búningsherbergja í hálfleik, 42-53.

Heimakonur í Val ná góðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks og eru um miðjan þriðja leikhluta sjálfar komnar með forystuna. Íslandsmeistarar Hauka náðu þá að bíta í skjaldarrendur og snúa taflinu aftur sér í vil og er forysta Hauka 14 stig fyrir lokaleikhlutann.

Aftur nær Valur að koma sér aftur inn í leikinn í þeim fjórða, en Haukar ná þó naumlega að halda forystunni allan lokaleikhlutann. Undir lokin eru leikar þó nokkuð spennandi og voru það stórar körfur frá Amandine Toi og Krystal Freeman sem innsigla sigur Hauka á lokamínútunni, 90-97.

Stigahæstar fyrir Val í kvöld voru Alyssa Cerino með 24 stig og Þóranna Kika Hodge-Carr með 21 stig.

Fyrir Hauka var stigahæst Amandine Toi með 31 stig og þá bættu Krystal Freeman og Tinna Guðrún Alexandersdóttir við 16 stigum hvor.

Tölfræði leiks

Valur: Alyssa Marie Cerino 24/6 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 21/9 fráköst, Reshawna Rosie Stone 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 16/11 fráköst, Sara Líf Boama 5/11 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Fatima Rós Joof 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Berta María Þorkelsdóttir 0, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 0.


Haukar: Amandine Justine Toi 31/6 fráköst, Krystal-Jade Freeman 16/10 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16, Þóra Kristín Jónsdóttir 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir 11/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -