spot_img
HomeFréttirIceMar styrkir landsliðin um hálfa miljón "Ekki er verra ef einkageirinn getur...

IceMar styrkir landsliðin um hálfa miljón “Ekki er verra ef einkageirinn getur hjálpað til”

Tilkynnt var um það fyrr í dag að fiskútflutningsfyrirtækið IceMar hefði styrkt landsliðsverkefni karla og kvenna um 500 þúsund krónur, en bæði eru liðin á leiðinni til meginlandsins til þess að leika í sitthvorri undakeppnis-búbblunni. Kvennaliðið, sem tilkynnt var fyrr í dag heldur til Grikklands á meðan að karlarnir fara til Slóvakíu.

Tilkynninguna er hægt að sjá hér fyrir neðan, en í henni hvetur fyrirtækið einkageirann, sem og ríki til þess að styðja við bak þess góða afreksstarfs sem unnið er hjá KKÍ.

Fréttatilkynning KKÍ:

IceMar ehf. hefur styrkt KKÍ fyrir landsliðsverkefnin í komandi glugga og þessi frábæru skilaboð komu frá Gunnari Örlygssyni hjá IceMar fyrr í dag:

„Fyrirtæki okkar bræðra, IceMar ehf, hefur ákveðið að styrkja landsliðsverkefni KKÍ í nóvember um 500.000 kr. Úrval og gæði leikmanna eru stórkostleg og tækifæri til afreka eftir því. Rekstur KKÍ verður að fá eðlilega aðstoð frá hinu opinbera til að halda úti landsliðum okkar á þessum erfiðu tímum og ekki er verra ef einkageirinn getur hjálpað til. Áfram Ísland.”

„Þetta er virkilega rausnarleg gjöf frá IceMar ehf. og erum við hjá KKÍ ykkur afar þakklát fyrir stuðninginn og hvatningu ykkar til annarra fyrirtækja og ríkisins. Að fá svona góða gjöf og falleg skilaboð hvetur okkur öll áfram til okkar verka og til að gera áfram okkar allra besta til að standa okkur í baráttunni. Fyrir hönd stjónar og starfsmanna KKÍ, TAKK!, TAKK! IceMar!“ sagði Hannes S. Jónsson að þessu tilefni.

Fréttir
- Auglýsing -