Þegar þremur umferðum er lokið í Iceland Express deild kvenna er aðeins eitt lið sem trónir á toppnum ósigrað. KR-ingar hafa byrjað leiktíðina vel og unnið alla sína leiki og þeirra síðasta fórnarlamb var Snæfell þegar liðin mættust í DHL-Höllinni. Þá hafði Keflavík útisigur gegn Val, Fjölnir vann Hauka að Ásvöllum og Njarðvík lagði Hamar í Hveragerði.
Úrslit þriðju umferðar:
KR 79-72 Snæfell
Hamar 72-91 Njarðvík
Valur 70-84 Keflavík
Haukar 81-84 Fjölnir
KR 79-72 Snæfell
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells fékk að fjúka upp í stúku eftir tvær tæknivillur í leiknum og þegar hefur verið dæmt í málinu og þar Ingi að taka út eins leiks bann. Ingi verður því ekki í brúnni á Snæfellsbátnum þegar Hamar kemur í heimsókn í næstu umferð.
Valur 70-84 Keflavík
Pálína Gunnlaugsdóttir afgreiddi Valskonur í þriðja leikhluta þegar hún stóð í ljósum logum fyrir utan þriggja stiga línuna. Valskonur bitu frá sér á lokasprettinum, en bara allt of seint. Hin 15 ára gamla Margrét Ósk Einarsdóttir lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Val og skoraði í sínu fyrsta skoti, þristur var það heillin.
Haukar 81-84 Fjölnir
Brittney Jones átti enn einn stórleikinn fyrir Fjölni sem færði Haukum þriðja deildartapið sitt í röð. Katina og Birna Eiríksdóttir hentu einnig í púkkið og þá snéri Bergdís Ragnarsdóttir á parketið á nýjan leik eftir aðgerð á olnboga.
Hamar 72-91 Njarðvík
Hamar má enn bíða eftir sínum fyrsta sigri í deildinni á meðan Njarðvíkingar ætla sér í slaginn um sæti í úrslitakeppninni. Lele Hardy heldur áfram að láta vel að sér kveða í Njarðvíkurliðinu og skoraði 26 stig í leiknum.
Tölfræðileiðtogar:
(tökum fram að enn er ókomin inn tölfræði úr viðureign Hamars og Njarðvíkur og því væntanlega ekki um kórréttar tölur að ræða um leikmenn Hamars og UMFN ef þær eru á topp 3 lista í einhverjum tölfræðiþætti)
Flest stig að meðaltali í leik:
1. Brittney Jones – Fjölnir – 33,33
2. Lele Hardy – Njarðvík – 30,00
3. Reyana Colson – KR – 25,67
Flestar stoðsendingar að meðaltali í leik:
1. Brittney Jones – Fjölnir – 8,67
2. Jence Ann Rhoads – Haukar – 6,33
3. Jaleesa Butler – Keflavík – 6,00
Flest fráköst að meðaltali í leik:
1. Katina Mandylaris – Fjölnir – 17,33
2. Jaleesa Butler – Keflavík – 13,33
3. Lele Hardy – Njarðvík – 13,00
3. Hannah Tuomi – Hamar – 13,00
Hæsta framlag að meðaltali í leik:
1. Brittney Jones – Fjölnir – 34,00
2. Lele Hardy – Njarðvík – 32,50
3. Jaleesa Butler – Keflavík – 30,67
Flestir stolnir boltar að meðaltali í leik:
1. Pálína María Gunnlaugsdóttir – Keflavík – 4,67
2. Samantha Murphy – Hamar – 4,50
2. Lele Hardy – Njarðvík – 4,50
3. Reyana Colson – KR – 4,33
Flest varin skot að meðaltali í leik:
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 3,00
2. Signý Hermannsdóttir – Valur – 2,67
3. Brittney Jones – Fjölnir – 2,00
3. Salbjörg Sævarsdóttir – Njarðvík – 2,00
Næsta umferð:
29. október (kl. 16.30)
Fjölnir-KR
Valur-Haukar
Keflavík-Njarðvík
30. október (kl. 17.00)
Snæfell-Hamar
Mynd/ [email protected] – Keflvíkingar höfðu öruggan sigur á Val í þriðju umferð Iceland Express deildar kvenna þegar liðin mættust í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.



