Fjörið hefst í kvöld gott fólk! Ekkert meira undirbúningstímabil, grillið er komið inn í bílskúr og sólarvörnin upp á hillu, búið að bóna parketin þar sem því verður komið við og allir í startholunum. Nýtt tímabil í efstu deild kvenna og 1. deild karla hefur göngu sína í kvöld og það byrjar með látum, hvorki meira né minna en nágrannaglíma Njarðvíkur og Keflavíkur svo eitthvað sé nefnt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Heil umferð verður leikin í Iceland Express deild kvenna í kvöld og hefjast allir leikir umferðarinnar kl. 19:15:
Haukar-KR
Grindavík-Fjölnir
Hamar-Snæfell
Njarðvík-Keflavík
Þá rúllar boltinn einnig af stað í 1. deild karla þegar nýliðar Laugdæla taka á móti Breiðablik kl. 19:45 á ,,Vatninu”
Biðin er á enda svo fjölmennum á völlinn!