spot_img
HomeFréttirIceland Express deild karla: Uppgjör fimmtu umferðar

Iceland Express deild karla: Uppgjör fimmtu umferðar

Fimm umferðum er lokið í Iceland Express deild karla. Grindavík trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en enn eru tvö lið á botninum án stiga og eru það Tindastóll og nýliðar Vals. Í umferðinni mættust topplið Grindavíkur og botnlið Vals þar sem nýliðarnir létu toppliðið hafa vel fyrir hlutunum og Haukar lönduðu sínum fyrstu stigum.
 
Úrslit fimmtu umferðar í IEX-deild karla:
 
Snæfell 89-67 Njarðvík
KR 74-73 Keflavík
Valur 73-83 Grindavík
Tindastóll 70-81 ÍR
Þór Þorlákshöfn 86-97 Stjarnan
Haukar 78-73 Fjölnir
 
 
Snæfell 89-67 Njarðvík
Snæfell setti 35 stig á Njarðvík í fyrsta leikhluta og eftirleikurinn var auðveldur. Njarðvík tapaði sínum þriðja deildarleik í röð og er í 8. sæti deildarinnar. Með sigrinum komst Snæfell aftur á sigurbraut í deildinni og er í 7. sæti deildarinnar.
 
KR 74-73 Keflavík
Spennandi lokasprettur þar sem Keflvíkngar fengu nokkur góð færi til að stela sigrinum. Magnús Þór Gunnarsson komst í landsmiðlana fyrir að gæða sér á Lay´s kartöfluflögum í miðjum leik en hafði þó góða ástæðu fyrir þeim gjörningi, skellti samt 20 stigum yfir KR. Röndóttir verja heimavöllinn með kjafti og klóm og tveir sigrar í röð hjá þeim í DHL-Höllinni í deild og Lengjubikar sem geta vart verið tæpari.
 
Valur 73-83 Grindavík
Igor Tratnik var með læti við Grindvíkinga sem þó sigldu fram úr á lokasprettinum. Valur leiddi leikinn lengivel en mega þó enn bíða eftir fyrsta deildarsigrinum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson tognaði á úlnlið í leiknum gegn Val en stefnir að því að vera með gulum næsta föstudag.
 
Tindastóll 70-81 ÍR
Fimmti ósigur Stólanna í röð en jafnframt annar deildarsigur ÍR í röð. ÍR-ingar eru í 5. sæti deildarinnar um þessar mundir en Stólarnir á botninum án stiga með Valsmönnum.
 
Þór Þorlákshöfn 86-97 Stjarnan
Garðbæingar mættu einum Jovan Zdravevski fátækari í Icelandic Glacial höllina en unnu samt sigur á þessum sterka heimavelli Þórsara. Marvin Valdimarsson kann vel við sig á Suðurlandi og lét fyrir sér finna og því er Stjarnan áfram í 2-.3. sæti deildarinnar með KR-ingum en Þórsarar eru í 4. sæti og töpuðu þarna sínum fyrsta heimaleik.
 
Haukar 78-73 Fjölnir
Ægir Þór Steinarsson var ekki með Fjölni í leiknum sökum meiðsla en því verða gulir að læra að venjast enda viðbúið að Ægir verði ekki með þeim eftir áramót þar sem hann hyggur á háskólanám. Haukar fundu sín fyrstu stig þar sem Emil Barja steig upp með fantagóðan leik.
 
Tölfræðileiðtogar deildarinnar eftir fimm umferðir
 
Stig
1. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 29,60
2. Nemanja Sovic – ÍR – 24,80
3. David Tairu – KR – 22,80
4. Justin Shouse – Stjarnan – 21,20
5. Nathan Walkup – Fjölnir – 21,00
 
Fráköst
1. Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 14,20
2. Mike Ringgold – Þór Þorlákshöfn – 13,40
3. Jovanni Shuler – Haukar – 12,40
4. Jarryd Cole – Keflavík – 11,20
5. Cameron Echols – Njarðvík – 10,80
 
Stoðsendingar
1. Giordan Watson – Grindavík – 6,80
2. Justin Shouse – Stjarnan – 6,20
3. Sveinbjörn Claessen – ÍR – 5,67
4. Edward Lee Horton – KR – 5,33
5. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 5,20
 
Framlag
1. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 27,40
2. Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 26,40
3. Jovanni Shuler – Haukar – 24,40
4. Nemanja Sovic – ÍR – 23,60
5. Justin Shouse – Stjarnan – 22,40
 
Stolnir boltar
1. Travis Holmes – Njarðvík – 3,40
2. Keith Cothran – Stjarnan – 3,40
3. Justin Shouse – Stjarnan – 3,20
4. Jovanni Shuler – Haukar – 3,00
5. Steven Gerard – Keflavík – 2,25
 
Varin skot
1. Darnell Hugee – Valur – 3,00
2. Jón Ólafur Jónsson – Snæfell – 1,60
3. Igor Tratnik – Valur – 1,40
4. Finnur Atli Magnússon – KR – 1,40
5. Trausti Eiríksson – Fjölnir – 1,20
 
Sjötta umferð í Iceland Express deild karla
 
10. nóvember
Tindastóll-Valur
Keflavík-Þór Þorlákshöfn
Fjölnir-KR
 
11. nóvember
ÍR-Njarðvík
Stjarnan-Snæfell
Grindavík-Haukar
Fréttir
- Auglýsing -