spot_img
HomeFréttirIceland Express-deild karla af stað á ný

Iceland Express-deild karla af stað á ný

06:00

{mosimage}

Þrír leikir eru í kvöld í 15. umferð Iceland Express-deild karla en smá frí var í deildinni vegna bikarleikja. Í kvöld er spilað í Grindavík, Selfossi og í Kópavogi.


Einnig klárast síðasti leikurinn í 15. umferð Iceland Express-deildar kvenna með leik Hauka og KR en hann hefst kl. 19:15 á Ásvöllum.

Í gærkvöldi hófst riðlaskipting deildarinnar og er leikur Hauka og KR lokaleikur fyrstu umferðar riðlaskiptingarinnar.

Grindvíkingar fá Skallagrímsmenn í heimsókn í Röstina, Þórsarar heimsækja FSu og Íslandsmeistarar Keflavíkur halda í Kópavoginn og etja kappi við heimamenn í Breiðablik.

Allir leikir hefjast kl. 19:15.

[email protected]

Mynd úr safni.

Fréttir
- Auglýsing -