spot_img
HomeFréttirÍB í undanúrslit 2. deildar karla eftir sigur á Heklu

ÍB í undanúrslit 2. deildar karla eftir sigur á Heklu

Íþróttafélag Breiðholts (ÍB) og Hekla mættust í 8-liða úrslitum 2. deildar karla á sunnudaginn og kepptu um sæti í undanúrslitunum.
 
ÍB hófu leikinn mun betur og náðu snemma forystu 9-1. Birgir Lúðvíksson með 7 af fyrstu níu fyrir ÍB. Hekla tók við sér. Minnkaði muninn jafnt og þétt yfir lok leikhlutans. 21-19 að loknum fyrsta. Kjartan Ragnarsson kom inn með sterka innkomu af bekknum. 
 
Annar leikhluti var eign ÍB sem unnu hann 27-13. Elvar Guðmundsson fór hamförum og smellti í 10 stig á augabragði. Ólafur “Thong” Þórisson var fremstur meðal jafningja í liði ÍB, auk Elvars. Bakverðir ÍB gerðu Bjarna Bjarnasyni leikstjórnanda Heklu lífið leitt með því að pressa hann allan völlinn. Hálfleikstölur 48-32.
 
Allt annað Heklu lið sem mætti leiks í síðari hálfleik. Skoruðu 16 stig á móti 2 frá ÍB. ÍB hékk þó alltaf á forystunni. Mikil harka í leiknum. Halldór Geir Jenssen og Aðalsteinn Hrafnkelsson, dómarar með góð tök og héldu góðri línu. ÍB svaraði öllum áhlaupum Heklu og hélt ávallt 2-7 stiga forystu. Ingi Hlynur Jónsson var sterkasti maður Heklu í leikhlutanum auk Bjarna. 62-55 fyrir ÍB eftir þriðja leikhluta. 
 
Fjórði leikhluti einkenndist af hörku varnarleik beggja liða og lítið skorað. Í stöðunni 68-62 (4 mín eftir) skoruðu Heklumenn átta stig í röð. ÍB svaraði með three-point-play Baldurs Ólafssonar, sem varði m.a. vel á annan tug skota í leiknum. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en honum lauk með 1 stigs ÍB sigri 73-72 sem mun svo mæta Ármanni í undanúrslitunum.
 
Stigaskor:
 
ÍB:
Elvar Guðmundsson 19
Ólafur Þórisson 16
Friðrik Sigurðsson 11
Birgir Lúðvíksson 9
Óskar Smárason 7
Baldur Ólafsson 7
Haukur Gunnarsson 2
Heimir Guðmundsson 2
 
Hekla:
Bjarni Bjarnason 15
Ingi Hlynur Jónsson 13
Kjartan Ragnarsson 11
Bragi Bjarnason 11
Bjarmi Skarp 10
Þorkell Bjarnason 9
Tómas Steindórsson 3
 
Umfjöllun: Sveinbjörn Claessen
 
Mynd: ÍB
Fréttir
- Auglýsing -