spot_img
HomeFréttirIan Clark ekki með í nótt

Ian Clark ekki með í nótt

 

Eins og flestir vita verður Draymond Green ekki með Golden State Warriors í fimmta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers. NBA deildin setti hann í bann fyrir að slá til hreðja Lebron James í 4. leik liðanna. Af þeim sökum neyðist Warriors liðið til þess að taka einn mann í viðbót úr leik hjá sér í þessum leik. Þetta yrði þá væntanlega sá leikmaður liðsins sem að þeir byggjust síðast við að þurfa að nota í leik kvöldsins. Nokkuð öruggt þykir að sá er verði fyrir valinu hjá þeim verði Ian Clark, en hann mun (ólíkt Green) fá að sitja neðst á bekknum við hlið Kevon Looney (nýliði) í borgaralegum klæðum.

 

Leiðinlegt fyrir Clark að fá ekki að taka þátt (í mögulegum lokaleik) svona sérstaklega í ljósi þess að hann gerði ekkert rangt, en hann hafði átt ágætt tímabil til þessa, með 4 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu að meðaltali í leik. 

Fréttir
- Auglýsing -