spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍA tekur sæti Reynis í fyrstu deild karla

ÍA tekur sæti Reynis í fyrstu deild karla

ÍA hefur þáð boð um að taka sæti Reynis Sandgerði í fyrstu deild karla á komandi tímabili. Reynir Sandgerði vann sæti í fyrstu deildinni með því að vinna aðra deildina á síðasta tímabili og hafði gert ráð fyrir að taka það sæti þangað til fyrr í þessari viku. ÍA hafnaði í öðru sæti annarar deildarinnar og varr því verið boðið að taka sæti Reynis.

Tilkynning:

ÍA hefur þekkst boð um að taka það sæti sem Reynir S. lét frá sér í 1. deild karla á komandi leiktíð. ÍA tekur við öllum leikjum Reynis, hvort sem er heima- eða útileikjum, á þeim dögum sem áður var áætlað að leikir Reynis færu fram.

Leikjadagskrá 1. deildar karla má sjá hérna.

Fréttir
- Auglýsing -