spot_img
HomeFréttirÍA semur við Sean Tate

ÍA semur við Sean Tate

Körfuknattleiksfélag Akraness, ÍA, hefur samið við Sean Tate, 22 ára leikstjórnanda sem mun leika með liðinu á komadikeppnistímabili. Tate útskrifaðist núna í vor frá Dalton State College þar sem hann leiddi lið skólans til sigurs í NAIA háskóladeildinni á síðasta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagamönnum.

Áður hafði Tate leikið við góðan orðstír hjá Chattahoochee Technical College og Sequoyah High School. Hann er sagður mikill leiðtogi og aðspurðir sögðu þeir Fannar Helgason og Áskell Jónsson, spilandi þjálfarar ÍA, að þaðværi nákvæmlega það sem þeir voru að leita að í amerískum leikmanni. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort Sean Tate sé púslið sem Skagamönnum hefur vantað til að komast á næsta stig. 

Fréttir
- Auglýsing -