Deildarmeistarar Hattar mættu á Skipaskaga í gærkvöldi og mátu þar lúta í lægra haldi gegn heimamönnum í ÍA í lokaumferð 1. deildar karla. Fyrir viðureignina í gærkvöldi var ljóst að Höttur hafði unnið deildina og áttu Austanmenn aðeins eftir að fá afhentan deildarmeistaratitilinn. Skaginn spillti gleðinni lítið eitt með 99-84 sigri á Hetti.
Mynd/ Jónas – Hattarmenn voru kátir þrátt fyrir tap á Skaganum en þeir leika í Domino´s deildinni á næstu leiktíð.



