spot_img
HomeFréttirÍ úrslitakeppni þarf vörnin að vera í lagi

Í úrslitakeppni þarf vörnin að vera í lagi

 Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórsara var ekkert agalega sáttur með kvöldið og sagði að ástand sitt væri eftir atvikum.  Undirritaður gerir þá bara ráð fyrir því að hann væri ekkert par hrifinn af því sem gerðist í Grindavíkinni í kvöld þegar hans menn lágu fyrir heimamönnum með 10 stigu. 
 ” Við vorum bara á góðu róli lengi vel og þetta var allt svo sem í jafnvægi hjá okkur. En svo kemur alveg hreint skelfilegur kafli hjá okkur í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða. Á ca 4 mínútum erum við að missa Grindavíkinga 20 stig upp fyrir okkur.  Við förum að missa boltann í sókninni þeir eru að fá auðveldar körfur og það var bara eins og menn brotni gersamlega niður. Það var ekkert eitt sem var að heldur var bara eins og allt  hafi farið til fjandans hjá okkur á þessum kafla.  Nú þarf ég að fara yfir þennan leik í kvöld og á morgun. Það er erfitt að segja um hvort einhverjar breytingar verða gerðar fyrir næsta leik núna en hugsanlega eftir að hafa kíkt á þennan leik aftur sem við spiluðum í kvöld þá verð ég kannski með eitthvða.  En til að sigra Grindvíkinga þá þurfum við toppleik hjá okkur og allir þurfa að leggja í púkkið og þá sérstaklega varnarlega. Sigrar í úrslitakeppni snúast um varnarleik og hún þarf að vera uppá 10 hjá okkur.” sagði Benedikt eftir leik. 
Fréttir
- Auglýsing -