Tindastóll hefur framlengt samningi sínum við landsliðsmanninn Sigtrygg Arnar Björnsson til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Sigtryggur Arnar er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem ásamt Tindastóli hefur leikið fyrir Breiðablik, Skallagrím og Grindavík ásamt nokkrum félögum á Spáni á 13 ára feril sínum í meistaraflokki. Þá hefur hann verið fastamaður í íslenska landsliðinu á síðustu árum.
Með Tindastóli fór hann alla leið í oddaleik um titilinn nú í vor þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Stjörnunni, en Sigtryggur Arnar var einn albesti leikmaður úrslitakeppninnar þetta tímabilið.