spot_img
HomeFréttirÍ sigurliði þriðja árið í röð

Í sigurliði þriðja árið í röð

10:06

{mosimage}

KR-ingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson þekkir það orðið vel að fara í oddaleik í átta liða úrslitum og vinna. Pálmi hefur þrjú síðustu ár verið í slíkum sporum, fyrst með Snæfelli 2005 og nú með KR-ingum síðustu tvö ár.

Pálmi var með 15 stig í 91-78 sigri á ÍR-ingum á þriðjudagskvöldið og fór mikinn þegar liðið gerði út um leikinn í þriðja leikhlutanum. Pálmi skoraði 8 stig í 67-64 sigri KR á Snæfelli í fyrra og var með 12 stig og 5 stoðsendingar í 116-105 sigri Snæfells á KR 2005.

Pálmi hefur leikið einn oddaleik í viðbóta en hann tapaði með Breiðablik í Ljónagryfjunni í Njarðvík vorið 2002. Pálmi skoraði 26 stig í leiknum en það sugði ekki gegn verðandi Íslandsmeisturum.

www.visir.is

Mynd: Stefán Borgþórsson

 

Fréttir
- Auglýsing -