spot_img
HomeFréttirÍ hvaða sætum geta liðin lent?

Í hvaða sætum geta liðin lent?

10:00

{mosimage}

Þar sem síðasta umferðin í Iceland Express deild karla fer fram í kvöld þá er ekki úr vegi að skoða í hvaða sætum liðin geta endað.

KR verður númer 1

Grindavík verður númer 2

Snæfell verður númer 3

Keflavík getur orðið númer 4 og 5, tapi þeir og Njarðvík vinnur, þá verður Keflavík númer 5, annars númer 4.

Njarðvík getur orðið númer 4 og 5, vinni þeir og Keflavík tapar, þá verður Njarðvík númer 4, annars númer 5.

ÍR getur orðið númer 6 og 7, tapi þeir og Stjarnan vinnur, þá verður ÍR númer 7, annars númer 6.

Stjarnan getur orðið númer 6, 7 eða 8, vinni þeir og ÍR tapar, þá verður Stjarnan númer 6, vinni Stjarnan og ÍR vinnur þá endar Stjarnan númer 7, tapi Stjarnan og Breiðablik vinnur þá endar Stjarnan númer 8, tapi Stjarnan og Breiðablik tapar þá verður Stjarnan númer 7.

Breiðablik getur orðið númer 7, 8, 9 eða 10. Vinni Breiðablik og Stjarnan tapar, þá endar Breiðablik númer 7, vinni Breiðablik og Stjarnan vinnur þá endar Breiðablik númer 8. Tapi Breiðablik þá vinnur Tindastóll, ef FSu tapar líka þá endar Breiðablik númer 9. Tapi Breiðablik fyrir Tindastól og FSu vinnur þá endar Breiðablik númer 10.

Tindastóll getur orðið númer 8, 9 og 10. Vinni Tindastóll með 4 og FSu tapar þá endar Tindastóll númer 8. Vinni Tindastóll og FSu vinnur þá endar Tindastóll númer 8. Tapi Tindastóll og FSu vinnur þá endar Tindastóll númer 10. Tapi Tindastóll og FSu tapar þá endar Tindastóll númer 9.

FSu getur orðið númer 9, 10 og 11. Vinni FSu og Tindastóll tapar þá endar FSu númer 9. Vinni FSu og Tindastóll vinnur þá endar FSu númer 9. Tapi FSu og Tindastóll vinnur og Þór tapar þá endar FSu númer 10. Tapi FSu, Tindastóll vinnur og Þór vinnur þá verður FSu númer 10, nema að þeir tapi með 25 stigum og Þór vinni með 25 stigum. Tapi FSu, Tindastóll tapar og Þór vinnur þá endar FSu númer 11.

Þór Ak. getur orðið númer 10 og 11. Vinni Þór, FSu og Tindastóll tapa þá endar Þór númer 10, vinni Þór með 25 og FSu tapar með 25 en Tindastóll vinnur, þá endar Þór númer 10. Í öllum öðrum tilvikum endar Þór númer 11.

Skallagrímur verður númer 12.

Úrslitakeppnin getur því orðið þannig:
KR – Stjarnan/Breiðablik/Tindastóll
Grindavík – ÍR/Stjarnan/Breiðablik
Snæfell – ÍR/Stjarnan
Keflavík/Njarðvík – Njarðvík/Keflavík

[email protected]

Mynd: Sigga Leifs

Fréttir
- Auglýsing -