spot_img

Í Hólminum til 2027

Snæfell hefur samið til tveggja ára við Juan Luis Navarro.

Juan kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og gerði vel með þeim í fyrstu deildinni, skilaði 14 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Samhliða leik sínum fyrir meistaraflokk félagsins mun hann einnig halda áfram að þjálfa yngri flokka hjá félaginu.

Tilkynning:

KKD. Snæfells og Juan Luis Navarro hafa endurnýjað samning sinn. Það er mikil ánægja að færa Snæfellingum þessar fréttir. Juanlu, eins og við köllum hann, var frábær í liði Snæfells á síðasta tímabili. Hann spilaði af öllu hjarta og var ungu strákunum mikil fyrirmynd með vinnu- og hjálpsemi sinni innan sem utan vallar. Línan hans á síðasta tímabili var 14 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í deildar- og úrslitakeppni (26 leikir) sem skilar 21 framlagsstigi í leik.

Snæfell og Juanlu gera tveggja ára samning sem gildir út tímabilið 2026/2027.

Juanlu mun einnig halda áfram að þjálfa yngri flokka félagsins sem eru frábærar fréttir fyrir okkur öll. Hann leggur líf og sál í þjálfunina og hafa iðkendur tekið miklum framförum undir hans stjórn.

Við erum ánægð að ná að halda Juanlu í Hólminum.

Fréttir
- Auglýsing -