Bandaríski bakvörðurinni Sammy Zeglinski kann ágætlega við sig fyrir utan þriggja stiga línuna. Svo vel reyndar að hann gerði 82 þrista í deildarkeppninni og var með 43,4% nýtingu sem var sú sjötta besta í deildinni.
Í kvöld lagði Grindavík KR í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino´s deildarinnar og það vakti athygli að Zeglinski skoraði ekki einn þrist í leiknum. Hann tók tvö þriggja stiga skot en þau vildu ekki niður sem markar þá fyrsta þristalausa leikinn hans í Domino´s deildinni á tímabilinu!
Hvort þetta viti á gott eða slæmt upp á næsta leik hjá kappanum skal ósagt látið en jafnan hafa vélbyssur á borð við Zeglinski verið fljótar að jafna sig og ekki ósennilegt að hann finni að minnsta kosti einn þrist í DHL Höllinni í næstu viðureign liðanna þann 4. apríl næstkomandi.
Fylgstu með okkur á Twitter:
@Karfan_is




