spot_img
HomeFréttirÍ fyrsta sinn í 12 ár sem KR tapar fyrsta mótsleik

Í fyrsta sinn í 12 ár sem KR tapar fyrsta mótsleik

Fjölnir lagði KR í gær í fyrstu umferð Domino´s deildar karla. Lokatölur í Dalhúsum voru 93-90 fyrir Fjölni sem færðu KR tap í fyrstu umferð í fyrsta sinn síðan árið 2000. Enginn liðsmaður KR í dag var í liðinu sem tapaði þessum leik árið 2000.
Árið 2000 hóf KR leik í Seljaskóla gegn ÍR svo boðið var upp á Reykjavíkurrimmu strax í fyrstu umferð líkt og gerðist í gærkvöldi. Lokatölur í leiknum árið 2000 voru 101-90 ÍR í vil.
 
Aðeins einn leikmaður úr liði ÍR er enn virkur með ÍR-ingum en það er Hreggviður Magnússon og skoraði hann 6 stig í þessum leik. Enginn leikmaður KR í dag var í hópnum árið 2000 en þar mátti þó finna m.a. Hermann Hauksson, faðir Martins, sem setti 21 stig á Fjölni í gærkvöldi.
 
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í þessum leik árið 2000 með 23 stig hjá KR en í liði ÍR var Cedrick Holmes með 30 stig og 17 fráköst.
 
Það voru svo Njarðvíkingar sem urðu meistarar þessa leiktíðina.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -