spot_img
HomeFréttirHvetjum fólk til að mæta snemma

Hvetjum fólk til að mæta snemma

„Við verðum ekki með neina sérstaka forsölu á oddaleikinn annað kvöld. Húsið verður opnað kl. 18:00 og búist við troðfullri Ljónagryfju,“ sagði Jakob Hermannsson varaformaður KKD UMFN í samtali við Karfan.is. Annað kvöld kl. 19:15 mætast Njarðvík og Stjarnan í sínum oddaleik í 8-liða úrslitum og eins og gera má ráð fyrir er búist við því að uppselt verði á leikinn. 

„Við hvetjum stuðningsmenn eindregið til þess að mæta snemma í húsið þar sem eflaust færri munu komast að en vilja. Við í stjórn KKD UMFN vinnum nú hörðum höndum að því að umgjörðin á leiknum verði sem best svo fólk muni skemmta sér sem best í mekka körfuboltans. 

Fréttir
- Auglýsing -