Lokaumferð 1. deildar karla fer fram nú á föstudaginn og getur margt enn gersi í þeirri deild. Fimm leikir fara fram og fá Þórsarar afhentan deildarmeistaratitilinn að leik loknum á Akureyri.
Förum yfir málin.
Þór Ak. hefur þegar tryggt sér 1. sætið og sæti í Dominosdeild karla að ári. Þeir fá ÍA í heimsókn.
Fjölnir er með 26 stig og mætir Skallagrími. Vinni Fjölnir enda þeir í 2. sæti en tapi þeir og Valur vinnur þá endar Fjölnir í 4. sæti. Ef Valur tapar og Fjölnir tapar með 20 stigum eða minna þá endar Fjölnir í 2. sæti en ef þeir tapa með meira en 20 þá enda þeir í 3. sæti. 2. til 4. sæti.
Skallagrímur er með 24 stig og mæti Fjölni. Vinni Skallagrímur með meira en 20 og Valur tapar þá endar Skallagrímur í 2. sæti, vinni þeir með 20 eða minna þá enda þeir í 3. sæti. Ef Skallagrímur tapar og Valur vinnur þá endar Skallagrímur í 4. sæti. 2. til 4. sæti.
Valur er með 24 stig og mætir Breiðablik. Vinni Valur og Skallagrímur vinnur Fjölni á meðan þá endar Valur í 2. sæti. Ef hins vegar Valur vinnur og Fjölnir vinnur Skallagrím þá endar Valur númer 3. Tapi Valur þá enda þeir númer 4. 2. til 4. sæti.
ÍA situr fast í 5. sæti og heimsækja Þór til Akureyrar.
Hamarsmenn eru fastir í 6. sæti og taka á móti Reyni frá Sandgerði.
Breiðablik í 7. sæti og heimsækir Val.
KFÍ og Ármann eru bæði með 6 stig og mætast í Kennaraháskólanum. Það lið sem vinnur endar í 8. sæti en hitt fellur í 2. deild.
Reynir Sangerði hefur ekki unnið leik og endar í 10. sæti en þeir heimsækja Hamar.
Staðan í 1. deild karla
| Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Þór Ak. | 14/3 | 28 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | Fjölnir | 13/4 | 26 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | Skallagrímur | 12/5 | 24 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | Valur | 12/5 | 24 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 5. | ÍA | 11/6 | 22 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 6. | Hamar | 10/7 | 20 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 7. | Breiðablik | 7/10 | 14 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 8. | KFÍ | 3/14 | 6 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 9. | Ármann | 3/14 | 6 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 10. | Reynir Sandgerði | 0/17 | 0 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||



