spot_img
HomeFréttirHvernig fara leikir kvöldsins?

Hvernig fara leikir kvöldsins?

 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum körfuboltaáhugamanni að Dominos deild kvenna hófst í gærkvöldi og að Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum.
 
Við ætlum því að bregða á leik með því að hvetja lesendur karfan.is til að skutla sér á Twitter og spá fyrir um úrslit leikja kvöldsins. Þessir fjórir leikir eru:
Skallagrímur – Keflavík
Stjarnan – Tindastóll
KR – Njarðvík
Snæfell – Fjölnir
 
Þetta fer þá þannig fram að þú lesandi góður setur nafn þess liðs sem þú spáir sigri og með hversu mörgum stigum sigurinn verður. Segjum sem svo að einhver spái Skallagrími sigri á Keflavík í kvöld með 4 stigum, það væri þá “Skallagrímur +4”.
 
Vertu með, notaðu hashtaggið #korfubolti og #dominosdeildin.
Fréttir
- Auglýsing -