spot_img
HomeFréttirHverjir sitja heima: Þungavigtarleikmenn komust ekki að

Hverjir sitja heima: Þungavigtarleikmenn komust ekki að

 
Í dag var A-landsliðshópur Íslands kynntur til leiks en liðið mun taka þátt á Norðurlandamótinu í Svíþjóð eftir nokkra daga. Sterkir leikmenn sem valdir voru í æfingahópinn komust ekki að í 12 manna hópnum.
Tekið skal fram að við vinnslu þessarar fréttar er stuðst við æfingahóp sem birtur var á heimasíðu KKÍ snemma júnímánaðar. Karfan.is hefur ekki heimildir um hvaða leikmenn sem ekki voru valdir voru við æfingar landsliðsins og hvaða leikmenn gáfu ekki kost á sér.
 
Þeir sem ekki voru valdir í 12 manna hópinn fyrir NM en voru valdir í æfingahóp liðsins:
 
Hreggvidur Magnússon, KR
Jón Orri Kristjánsson, KR
Fannar Ólafsson, KR
Jón Ólafur Jónsson, Snæfell
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell
Emil Jóhannsson, KR
Guðmundur Jónsson, Þór Þorlákshöfn
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Fannar Helgason, Stjörnunni
Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík
 
Mynd/ Tomasz: Jón Ólafur Jónsson var á meðal þeirra sem hlutu ekki náð fyrir augum nýja landsliðsþjálfarans.
 
Fréttir
- Auglýsing -