Lokamót EuroBasket 2025 rúllar af stað í fjórum löndum, Póllandi, Finnlandi, Kýpur og Lettlandi nú í lok mánaðar.
Fyrr í dag birti FIBA spá fjölmiðla fyrir mótið. Í spá þeirra eru margir flokkar, en líklegast þeir áhugaverðustu eru hvaða þjóð muni vinna mótið og hvaða leikmenn eru líklegastir til verða valdir bestu leikmenn mótsins.
Langlíklegastir til þess að vinna mótið eru Serbía, en yfir 73% fjölmiðla settu þá í efsta sætið. Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan, en næstir á eftir þeim eru taldir heimsmeistarar Þýskalands með 10% og í þriðja riðilsfélagar Íslands, Frakkland með rúmlega 6%.
EuroBasket 2025 meistarar
| Sæti | Þjóð | Hlutfall atkvæða |
|---|---|---|
| 1 | Serbía | 73.1% |
| 2 | Þýskaland | 10.0% |
| 3 | Frakkland | 6.2% |
| 4 | Lettland | 3.1% |
| 5 | Grikkland | 2.3% |
| 6 | Spánn | 1.5% |
Í takt við þá afgerandi spá fjölmiðla er talið að Nikola Jokic leikmaður Serbíu verði valinn besti leikmaður mótsins. Öðru til þriðja sætinu deila Franz Wagner frá Þýskalandi og Luka Doncic leikmaður Slóveníu.
Tissot MVP EuroBasket 2025
| Sæti | Leikmaður | Hlutfall atkvæða |
|---|---|---|
| 1 | Nikola Jokic (Serbía) | 72.2% |
| 2-3 | Franz Wagner (Þýskaland) | 4.8% |
| Luka Doncic (Slóvenía) | 4.8% | |
| 4-8 | Bogdan Bogdanovic (Serbía) | 2.4% |
| Dennis Schroder (Þýskaland) | 2.4% | |
| Giannis Antetokounmpo (Grikkland) | 2.4% | |
| Kristaps Porzingis (Lettland) | 2.4% | |
| Lauri Markkanen (Finnland) | 2.4% | |
| 9 | Tornike Shengelia (Georgía) | 1.6% |



