Síðan „Basket Hotel“ var tekið í notkun hjá KKÍ hefur bylting orðið í aðgengi á tölfræðiþáttum í íslensku deildarkeppninni. Gríðarmikið magn upplýsinga um keppnirnar í úrvalsdeildunum er nú hægt að grandskoða hjá sambandinu og nú að aflokinni deildarkeppninni í Domino´s deild karla er ekki úr vegi að kíkja aðeins á hverjir voru mestir og bestir í hinum og þessum tölfræðiþáttum. Hinn eitursnjalli leikstjórnandi Borgnesinga, Benjamin Curtis Smith, kemur ansi oft við sögu í upptalningunni hér að neðan.
Flest stig í einum leik
Benjamin Curtis Smith, Skallagrímur – 52
Chris Woods, Valur – 51
Flestar stoðsendingar í einum leik
Matthías Orri Sigurðarson, ÍR – 16
Pavel Ermolinskij, KR – 16
Flest fráköst í einum leik
Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn – 25
Birgir Björn Pétursson, Valur – 25
Hæsta framlag í einum leik
Chris Woods, Valur – 62
Michael Craion, Keflavík – 55
Flestir þristar í einum leik
Haukur Óskarsson, Haukar – 9
Páll Axel Vilbergsson, Skallagrímur – 9
Flest vítaskot niður í einum leik
Benjamin Curtis Smith, Skallagrímur – 18
Flestir stolnir boltar í einum leik
Benjamin Curtis Smith, Skallagrímur – 8
Flest varin skot í einum leik
Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn – 10
Mynd/ Ómar: Benjamin Curtis Smith var sá leikmaður sem flest stig gerði í einum leik eða 52 talsins en það var í viðureign Skallagríms og Hauka þann 13. mars síðastliðinn.



