spot_img
HomeFréttirHverjir eru í lokahóp Slóvena sem mæta Íslandi?

Hverjir eru í lokahóp Slóvena sem mæta Íslandi?

Slóvenska körfuknattleikssambandið tilkynnti í gærkvöldi lokahóp Slóveníu fyrir lokamót Eurobasket sem hefst í vikunni. Slóvenía leikur í A-riðli með Grikklandi, Finnlandi, Frakklandi, Póllandi og Íslandi en riðillinn fer fram í Finnlandi. 

 

Lið Slóveníu er mjög sterkt í þetta skiptið. Þeirra helsta stjarna Goran Dragic leikmaður Miami Heat er með en hann hefur gefið það út að hann muni leggja landsliðsskónna á hilluna að Eurobasket loknu. Helsta vonarstjarna Slóveníu og evrópu í dag Luka Doncic leikmaður Real Madrid er einnig í hópnum. Hann er talin vera mjög ofarlega í nýliðavali NBA eftir ár og þykir eitt mesta efni sem kemur frá Evrópu í mörg ár. 

 

Ísland mætir Slóveníu þann 5. september kl 10:30 að íslenskum tíma. Það gæti orðið næst síðasti landsleikur Dragic fyrir Slóveníu ef liðið kemst ekki áfram. 

 
 
Tólf manna lokahópur Slóveníu fyrir Eurobasket lítur svona út: Goran Dragic, Aleksej Nikolic, Matic Rebec, Luka Doncic, Jaka Blazic, Klemen Prepelic, Edo Muric, Vlatko Canca, Anthony Randolph, Sasa Zagorac, Gasper Vidmar and Ziga Dimec.
Fréttir
- Auglýsing -