spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHverjir eru 5 bestu gamlingjar Bónus deildar karla?

Hverjir eru 5 bestu gamlingjar Bónus deildar karla?

Aukasendingin kom saman fyrr í vikunni með góðkunningja þáttarins Árna Jó til að fara yfir fréttir vikunnar, leiki Íslands í undankeppni EuroBasket 2027, Bónus deild karla og fimm bestu íþróttaskjöl skjalasafna landsins.

Þá er einnig farið yfir hvaða fimm leikmenn sem eru komnir yfir þrítugt og séu því bestu gamlingjar Bónus deildar karla. Hér fyrir neðan má sjá listann.

5 bestu gamlingjar Bónus deildar karla

1. DeAndre Kane / Grindavík – 36 ára

2. Dominykas Milka / Njarðvík – 33 ára

3. Haukur Helgi Briem Pálsson / Álftanes – 33 ára

4. Ægir Þór Steinarsson / Stjarnan – 34 ára

5. Emil Karel Einarsson / Þór – 31 árs

Einnig eru nefndir sem næstir inn á listann þeir Ragnar Nathanaelsson úr Álftanesi sem er 34 ára, Björgvin Hafþór Ríkharðsson úr ÍR sem er 32 ára og Pablo Bertone úr Stjörnunni sem er 35 ára.

Líkt og tekið er fram í upptökunni gleymist hinn 34 ára kyngimagnaði Ólafur Ólafsson úr Grindavík sem hefur átt frábært tímabil fyrir taplaust lið sitt það sem af er keppni í Bónus deildinni, en þá vantar einnig framlagshæsta 35 ára eða eldri leikmann deildarinnar miðherja Tindastóls Adomas Drungilas, sem vissulega er 35 ára og hefur verið að skila 15 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik.

Umræðuna er hægt að nálgast hér fyrir neða og undir hlaðvarpsrás Körfunnar á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir nafni Aukasendingarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -