spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHverjar valdi Helena í byrjunarliðið sitt?

Hverjar valdi Helena í byrjunarliðið sitt?

Fyrrum landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var gestur í Fyrstu fimm hlaðvarpinu á dögunum, en þar velja leikmenn sitt draumalið leikmanna af fyrrum samherjum.

Helena lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir gífurlega langan og farsælan feril með félagsliðum á Íslandi, meginlandi Evrópu, í háskólaboltanum og með íslenska landsliðinu, þar sem hún náði að verða leikjahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Helena fer yfir víðan völl gífurlega farsæls félags- og landsliðsferils síns og velur sér byrjunarlið leikmanna sem hún spilaði með á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá hverja Helena valdi í lið sitt og hlusta á upptöku þar sem hún gerir grein fyrir valinu á sama tíma og hún fer yfir ferilinn.

Fyrstu fimm

Allie Quigley

Tijana Krivacevic

Miljana Bojovic

Palina Gunnlaugs

Kiana Johnson

Fréttir
- Auglýsing -