Ólympíuleikarnir í körfubolta hefjast á morgun og verða allt þangað til að úrslitaleikurinn verður spilaður þann 20. Liðunum 12 á mótinu er skipt upp í tvo riðla. Innan þeirra er leikið fyrst áður en að 4 lið úr hvorum riðli komast í 8 liða úrslit.
Riðill A:
Frakkland
Japan
Brasilía
Ástralía
Hvíta Rússland
Tyrkland
Riðill B:
Kanada
Spánn
Bandaríkin
Senegal
Serbía
Kína
Hérna er dagskrá riðlakeppninnar
Ríkjandi heims og ólympíumeistarar Bandaríkjanna eru taldar lang líklegastar til þess að sigra þetta mót. Hafa unnið í síðustu 5 skipti. Í heildina (frá árinu 1976) hefur liðið spilað 61 leik á Ólympíuleikunum og tapað aðeins 3 af þeim.
Spurningin er kannski helst hvaða lið það verða sem að ná í silfur eða bronsverðlaun. Þar þykja Ástralía, Frakkland og Spánn öll eiga möguleika. Síðast komst Frakkland í úrslitaleikinn, en tapaði honum nokkuð örugglega 86-50. Í þrjár keppnir þar á undan var það Ástralía sem að lék úrslitaleikinn, þar sem að þær komust því næst að vinna árið 2004, en þá töpuðu þær með aðeins 11 stigum.
Ljóst er að spennan verður mikil í riðlakeppni mótsins upp á hvernig liðin raðast svo niður í 8 liða úrslitin, þar sem þau flest reyna væntanlega að sleppa við Bandaríkin þangað til í úrslitaleik. Þó gerum við fastlega ráð fyrir að í A riðil verði Frakkland og Ástralía í tveimur efstu sætunum á meðan að Bandaríkin vinna B riðil og Spánn verði þar í öðru sæti.
Hérna eru liðin tólf sem keppa á leikunum:
Staða á heimslista: 2
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 3. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 2008, 2004, 2000
Þjálfari:
Brendan Joyce
Lykilleikmenn:
Penny Taylor – Phoenix Mercury
Erin Phillips – Dallas Wings
Laura Hodges – Perth Lynx
Staða á heimslista: 10
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Þetta er í annað skipti sem að liðið er með á leikunum, en árið 2008 var það í 6. sæti.
Besti árangur á Ólympíuleikum: 6. sæti 2008
Þjálfari:
Rimantas Grigas
Lykilleikmenn:
Lindsay Harding – New York Liberty
Anastasiya Verameyenka – Fenerbahce
Staða á heimslista: 7
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 9. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 1996
Þjálfari:
Antonio Carlos Barbosa
Lykilleikmenn:
Clarissa Santos – Chicago Sky
Erika de Souza – Chicago Sky
Joice Rodrigues – Corinthians Americana
Staða á heimslista: 9
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 8. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 4. sæti 1984
Þjálfari:
Lisa Thomaidis
Lykilleikmenn:
Shona Thorburn – Nantes Reze Basket
Natalie Achonwa – Indiana Fever
Staða á heimslista: 8
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 6. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 1992
Þjálfari:
Tom Maher
Lykilleikmenn:
Lu Wen – Bayi Kylins
Chen Nan – Bayi Kylins
Staða á heimslista: 4
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 2. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 2012
Þjálfari:
Valerie Garnier
Lykilleikmenn:
Sandrine Gruda – Fenerbahce
Endy Miyem – Familia Schio
Staða á heimslista: 16
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Hafa ekki verið með síðan 2004, en þá voru þær í 10. sæti.
Besti árangur á Ólympíuleikum: 5. sæti 1976
Þjálfari:
Tomohide Utsumi
Lykilleikmenn:
Ramu Tokashiki – Seattle Storm
Asami Yoshida – JX Eneos Sunflowers
Rui Machida – Fujitsu Red Wave
Staða á heimslista: 24
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Er aðeins í annað skipti sem þær eru með, en árið 2000 enduðu þær í 12. sæti
Besti árangur á Ólympíuleikum: 12. sæti 2000
Þjálfari:
Moustapha Gaye
Lykilleikmenn:
Astou Traore – Belfius Namur
Aya Traore – CB Conquero Huelva
Staða á heimslista: 14
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Hafa ekki verið með áður
Besti árangur á Ólympíuleikum: Hafa ekki verið með áður
Þjálfari:
Marina Malkovic
Lykilleikmenn:
Sonja Petrovic – Phoenix Mercury
Ana Dabovic – Los Angeles Spark
Milica Dabovic – Lyon Basket
Staða á heimslista: 3
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Komust ekki á síðustu leika, en enduðu í 5. sæti 2008.
Besti árangur á Ólympíuleikum: 5. sæti 2008 og 1992
Þjálfari:
Lucas Mondelo
Lykilleikmenn:
Laia Palau – USK Praha
Alba Torrens – UMMC Ekaterinburg
Lucila Pascua – Mann Filter
Staða á heimslista: 10
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 5. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 5. sæti 2012
Þjálfari:
Ekrem Memnum
Lykilleikmenn:
Birsel Vardarli Demirmen – Fenerbahce
Nevriye Yilmaz – Galatasaray
Isil Alben – Galatasaray
Staða á heimslista: 1
Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 1. sæti 2012
Besti árangur á Ólympíuleikum: 1. sæti 2012, 2008, 2004, 2000, 1996, 1988 og 1984
Þjálfari:
Geno Auriemma
Lykilleikmenn:
Sue Bird – Seattle Storm
Tina Charles – New York Liberty
Diana Taurasi – Phoenix Mercury