spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHverja valdi Hermann Hauks í byrjunarliðið sitt?

Hverja valdi Hermann Hauks í byrjunarliðið sitt?

Hermann Hauksson fyrrum leikmaður og sérfræðingur Körfuboltakvölds var gestur í Fyrstu fimm á dögunum, en þar velja leikmenn og aðrir sitt draumalið leikmanna sem þeir spiluðu með á ferlinum.

Ferill Hermanns í meistaraflokki var frá 1990 til 2002, en á honum lék hann fyrir KR, Njarðvík og Saint Niklas í Belgíu, en árið 1997 var hann valinn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi. Þá var hann einnig á þessum tíma, 1994 til 2000 lykilleikmaður í íslenska landsliðinu, en í heild náð hann 64 leikjum fyrir Ísland.

Hér fyrir neðan má sjá hverja Hermann valdi í sitt lið og þá má hlusta á upptökuna hér á síðunni eða í öllum helstu hlaðvarpsgeymslum.

Fyrstu fimm

Jón Arnór Stefánsson

Teitur Örlygsson

Brenton Birmingham

Jonathan Bow

Keith Nelson

Guðni Guðnason sjötti maður

Fréttir
- Auglýsing -